Oddaleikir í kvöld - Spennan gífurleg
Spennan í körfuboltanum er í hámarki í kvöld þegar Grindvíkingar taka á móti Stjörnunni í Röstinni og Keflvíkingar fá ÍR í heimsókn í Toyotahöllina. Báðir leikir eru oddaleikir og hefjast þeir á slaginu kl. 19:15.
Keflavík (1–1) ÍR
Keflavík hefur unnið síðustu 10 leiki á heimavelli í röð. Þeir unnu fyrri leikinn í rimmunni gegn ÍR á heimavelli 115-93 en töpuðu þeim síðari á útivelli 106-89 og ræðst það í kvöld, hvort liðið kemst í undanúrslit. Búist er við fullum rútum af stuðningsmönnum ÍR og eru Keflvíkingar hvattir til að fylla höllina og láta heyra í sér.
Grindavík (1-1) Stjarnan
Grindavík sigraði Stjörnuna naumlega á heimavelli í fyrri leik liðanna 90-83 en töpuðu svo seinni leiknum í Ásgarði með 17 stigum, 91-74. Stjörnumenn eru eins og ÍR-ingar að safna í stuðningsfólki í rútur og eru Grindvíkingar hvattir til að fjölmenna á leikinn til að hvetja sína menn til sigurs.
Mynd efst: Hörður Axel og félagar úr Bítlabænum leika gegn ÍR í kvöld um sæti í undanúrslitum
Ólafur Ólafsson og félagar í Röstinni leika gegn Stjörnunni í kvöld um sæti í undanúrslitum.