Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýtur hverrar mínútu yfir vetrartímann á Íslandi
Miðvikudagur 28. október 2015 kl. 16:31

Nýtur hverrar mínútu yfir vetrartímann á Íslandi

„Ég æfi og bý á Íslandi, vinn í Bláa lóninu og nýt hverrar mínútu yfir vetrartímann,“ segir Emma Higgins markvörður Grindavíkur og landsliðs Norður-Írlands í viðtali við Youtube stöð Norður-írska knattspyrnusambandsins. Emma hefur leikið á Íslandi frá árinu 2010 og alltaf með Grindavík, nema árið 2012 þegar hún lék með KR, að því er kemur fram á vef Grindavíkurbæjar.

Í viðtalinu var Emma spurð hvernig það hafi komið til að hún hafi ákveðið að leika fótbolta á Íslandi og kvaðst hún hafa fengið tilboð eftir leik gegn íslenska landsliðinu. „Ég hugsaði með mér hvers vegna ekki.“ Emma tekur markvarðaæfingar með karlaliði Grindavíkur ásamt því að æfa með kvennaliðinu.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024