Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýtt stuðningsmannalag fyrir Keflavík
Miðvikudagur 22. júlí 2009 kl. 15:18

Nýtt stuðningsmannalag fyrir Keflavík


Dúettinn Hobbitarnir hafa tekið upp nýtt stuðningsmannalag fyrir Keflavík.  Lagið heitir því skemmtilega nafni „Með sigurglampa í augunum" og var frumflutt á Evrópuleik Keflavíkur við Valletta um daginn.  Lagið er norskt að uppruna en textinn er eftir Ármann Ólaf Helgason.  Lagið var tekið upp í Upptökuheimili Geimsteins í Keflavík þar sem Björgvin Baldursson sá um að fanga tóntöfrana á band.  Hobbitarnir fengu nokkra vini sína til að koma við í Geimsteini og aðstoða við flutning lagsins og Pumasveitin lét sig ekki vatna til að syngja í viðlagi lagsins. 


Hægt er að hlusta á lagið hér.


Myndin er tekin af bloggsíðu Hobbitanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024