Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýr útlendingur með Keflavík gegn KR í kvöld
Föstudagur 25. mars 2011 kl. 16:00

Nýr útlendingur með Keflavík gegn KR í kvöld

Keflvíkingar tefla nýjum bandarískum leikmanni í viðreign sinni við KR í kvöld þegar liðin mætast í þriðju viðureigninni í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Staðan er 1-1 eftir tvo leiki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stúlkan heitir Lisa Carcic og kemur í liðið fyrir Jacquline Adamshick sem er ristarbrotin. Það kom ekki í ljós fyrr en í gærmorgun að hún gæti ekki leikið meira en hún hafði þá leikið tvo leiki brotin. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur þurfti að hafa hraðar hendur og Jackie vissi um stöðu Lisu sem lék með henni í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Lisa lék sl. sunnudag sinn síðasta leik í Finnlandi. Þar var hún liðsmaður í Kerava liðinu en sá bær er einmitt vinabær Reykjanesbæjar. Jón segir að að þetta sé öflugur leikmaður, 185 sm og hafi verið með 18 stig, 13 fráköst og 5 stolna bolta að meðaltali efstu deild í Finnlandi.

„Það eru allir mínir leikmenn að öðru leyti klárir í þetta verkefni og hlakka bara til að mæta KR í kvöld,“ sagði Jón í viðtali við vf.is.