Nýr þjálfari Söru Rúnar spenntur að fá hana til liðsins
Ánægður með keppnisskapið sem leikmaðurinn býr yfir.
Terry Zeh, aðalþjálfari kvennaliðs Canisius College og tilvonandi þjálfari Söru Rúnar Hinriksdóttur leikmanns Keflavíkur í körfubolta, kveðst ánægður að vera búinn að fá Söru Rún til liðsins.
Í viðtali sem Zeh veitti sjónvarpsstöð skólans á dögunum fer þjálfarinn fögrum orðum um Söru og hennar þekkingu á leiknum. Þar segir hann ennfremur að liðið leiti að leikmönnum með keppnisskap og að Sara búi yfir keppnisskapi sem hann hrífist mjög af.
Viðtalið má finna hér.