Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýr par-3 völlur væntanlegur í Grindavík
Miðvikudagur 19. ágúst 2009 kl. 10:19

Nýr par-3 völlur væntanlegur í Grindavík

Ákveðið hefur verið að hefja innan tíðar framkvæmdir við níu holu par-3 golfvöll á svokölluðu „rollutúni“ í Grindavík. Um er að ræða grassvæði vestan við Víðihlíð. Á heimasíðu Grindavíkurbæjar seigr að efnt hafi verið til hugmyndasamkeppni um fyrirkomulagið á vellinum og nokkrar tillögur hafi borist. Stjórn Golfklúbbs Grindavíkur hefur samþykkt lokaútfærslu og má sjá hana á meðfylgjandi mynd.

Hannaðir verða teigar með gervigrasmottum og slegnar verða flatir á svæðinu. Lengsta brautin er 109 metrar en sú stysta 51.

Samkvæmt vef Grindavíkur hefur mikil aðsókn verið á Húsatóftavelli í sumar og er þar líklega um met að ræða.

Mikill fjöldi aðkomufólks hefur lagt leið sína á völlinn, sérstaklega um helgar og er Rollutúnsvöllurinn hugsaður sem góð viðbót sem nýtist sérstaklega vel byrjendum og yngri iðkendum.

Heimild: grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024