Nýr leikmaður til UMFN
Nýr leikmaður, Fuad Memcic frá Slóveniu, er kominn til landsins og reiknað er með að hann leiki með Njarðvík í kvöld gegn Þór. Greint er frá þessu á vefsíðu félagsins í dag.
„Umboðsskrifstofan, sem klúðraði málunum hér um daginn með erlendan leikmann, sem við áttum að fá áður en Heath Sitton kom aftur til Njarðvikur, bauð okkur þetta sem sárabót og er Njarðvík því ekki að leggja út fyrir þessu", sagði Sigurður H. Ólafsson formaður kkd UMFN, þegar hann var inntur eftir því hvort nýr leikmaður væri kominn til félagsins.
Fuad Memcic er 26 ára gamall og 2,10 m á hæð. Hann lék síðast í Austurríki.
---
Mynd/umfn.is - Fuad Memcic