Nýr leikmaður til UMFN
UMFN er þessa dagana að ganga frá ráðningu á nýjum erlendum leikmanni en kappinn sá heitir Anthony Lackey. Lackey er 196 cm á hæð og um 100 kg. Hann lék sinn háskólaferil með Portland State háskólanum. Lackey skoraði 16,4 stig og tók 6,1 frákast á lokaári sínu í skólanum og hefur eftir að skólagöngu lauk leikið í NBDL deildinni og lék einnig í Sviss í efstu deild.
Samkvæmt umsögn Einars Árna Jóhannssonar á heimasíðu körfuknattleiksdeildarinnar er Lackey framherji sem getur spilað bæði lítinn framherja og stóran. Hann er fín skytta en er jafnframt duglegur inni í teig. Þeir hafi einnig fengið mjög góða umsögn um Lackey víða, m.a. í gegnum gamlan skólafélaga hans, Jeb Ivey, sem leikur með Fjölni.
Þrátt fyrir að Njarðvíkingar hafi leikið afar vel það sem af er vetri telja þeir að þeir þurfi meiri breidd til að geta barist um alla titla sem í boði eru. Þá hafi Brenton Birmingham átt við meiðsli að stríða lengi og óljóst sé hvort hann haldi heilsu.
Anthony Lackey er væntanlegur í nóvember.
Samkvæmt umsögn Einars Árna Jóhannssonar á heimasíðu körfuknattleiksdeildarinnar er Lackey framherji sem getur spilað bæði lítinn framherja og stóran. Hann er fín skytta en er jafnframt duglegur inni í teig. Þeir hafi einnig fengið mjög góða umsögn um Lackey víða, m.a. í gegnum gamlan skólafélaga hans, Jeb Ivey, sem leikur með Fjölni.
Þrátt fyrir að Njarðvíkingar hafi leikið afar vel það sem af er vetri telja þeir að þeir þurfi meiri breidd til að geta barist um alla titla sem í boði eru. Þá hafi Brenton Birmingham átt við meiðsli að stríða lengi og óljóst sé hvort hann haldi heilsu.
Anthony Lackey er væntanlegur í nóvember.