Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýr leikmaður til Keflavíkur
Miðvikudagur 1. október 2008 kl. 13:12

Nýr leikmaður til Keflavíkur

Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik karla eiga von á liðsauka. Leikmaðurinn Jesse Pelot-Rosa er á leið til landsins og mun hefja æfingar með liðinu á næstu dögum, en frá þessu er greint á heimasíður Keflavíkur. Hann er 24 ára gamall og var með tæp 11 stig og 7 fráköst að meðaltali á lokaári sínu með Commonwealth háskólanum árið 2007, en liðið var CCA meistari með liðinu það ár.

Á síðasta tímabili lék hann með liðinu Fajardo frá Puerto Rico og var með 11.5 stig og fimm fráköst að meðaltali. Hann er 195 cm að hæð og mun því verða öflugur í teignum fyrir Keflvíkinga.



Mynd: Jesse Pelot-Rosa mun hefja æfingar með Keflavík á næstu dögum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024