Laugardagur 17. desember 2005 kl. 16:50
Nýr leikmaður til Keflavíkur
Miðjumaðurinn Hallgrímur Jónasson hefur gengið til liðs við knattspyrnulið Keflavíkur frá Þór á Akureyri. Þetta kemur fram á fotbolti.net.
Hallgrímur þessi er 19 ára gamall og kom til Þórs árið 2003 frá Völsungi. Hann á að baki nokkra landsleiki með yngri landsliðum Íslands.