Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýr Kani til UMFG
Laugardagur 27. janúar 2007 kl. 16:07

Nýr Kani til UMFG

Grindavík hefur fegnið til liðs við sig nýjan bandarískan leikmann, Jonathan Griffin, sem kemur í stað Steven Thomas sem þurfti að halda heim eftir að hafa meiðst á baki.

Griffin þessi kom til landsins í dag og er bakvörður. Hann lauk námi í UMSL hálkólanum í síðasta vor sem einn besti leikmaður skólans frá upphafi. Hann var m.a.hæstur í öllum helstu tölfræðiflokkum síðustu tvö árin í skóla. Síðan þá hefur hann leikið í Uruguay með liðinu Aguada. Þar var hann með 21 stig, tók 6 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 2 boltum að meðaltali í leik.  Í síðustu 3 leikjunum sínum skoraði Jonathan 42, 32 og 33 stig þannig að útlit er fyrir að Grindvíkingar hafi náð sér í sterkan leikmann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024