Nýr Kani til Njarðvíkur
Njarðvíkingar hafa fengið nýjan bandarískan leikmann í sínar raðir, Alvin Snow. Snow er 186 sm leikstjórnandi hefur leikið i ABA-deildinni eftir að hann útskrifaðist úr Eastern Washington háskólanum. Hann verður í leikmannahópi Njarðvíkinga er þeir mæta ÍR á föstudag.
Aðalsmerki Snow eru leiðtogahæfileikar og baráttuandi hans, en hann þykir einnig góð skytta og varnarmaður.
Snow lenti í morgun og fór á sína fyrstu æfingu í dag. Njarðvíkingar eru ekki enn hættir á markaðnum en þeir hyggjast fá til sín framherja, en liðið sagði þeim Matt Sayman og Anthony Lackey upp störfum í síðustu viku. Engin nöfn hafa verið nefnd, en þau mál ráðast á næstu dögum.