Nýr Kani til Keflavíkur
Bandaríkjamaðurinn Christian Jones hefur samið við Keflavík um að koma í prufu hjá félaginu og er möguleiki á því að hann leiki með Keflavík það sem eftir er af tímabilinu.
Dominoque Elliott leikur einnig með Keflavík en líkur eru á því að þeir muni báðir spila í bláa búningnum, þetta kemur fram á karfan.is.
Jones er 24 ára, 201 cm framherji sem spilaði í fjögur ár, frá 2012-17, í bandaríska háskólaboltanum. Fyrstu þrjú tímabilin var hann hjá St.Johns í New York undir handleiðslu draumaliðsmannsins Chris Mullin, en það síðasta hjá UNLV í Nevada. Síðan þá hefur hann verið í Þýskalandi hjá félagi Oldenburg.
Leikmaðurinn er kominn til landsins og von er á því að hann leiki með liðinu gegn Þór Þ. þann 2.febrúar nk. ef allt gengur eftir.