Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýr Kani til Keflavíkur
Sunnudagur 10. október 2004 kl. 19:26

Nýr Kani til Keflavíkur

Körfuknattleikslið Keflavíkur hefur fengið Bandaríkjamanninn Mike Matthews til liðs við sig og er hann væntanlegur til landsins í næstu viku. Hann kemur í stað Jimmy Miggins sem var látinn fara eftir slælega frammistöðu í undirbúningsleikjum.

Matthews er 24 ára og 208 cm á hæð og er fenginn til liðsins sem varnarmaður og frákastari. Hann lék með hinu sterka liði Florida State og var þar í hálfgerðu aukahlutverki. Matthews er engu að síður ofarlega á lista yfir þá leikmenn skólans sem hafa varið flest skot þrátt fyrir að hafa einungis leikið þar í þrjú ár.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024