Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýr framtíðarmiðherji til UMFN?
Fimmtudagur 4. mars 2010 kl. 09:17

Nýr framtíðarmiðherji til UMFN?


Körfuknattleikslið Njarðvíkur er með augastað á framtíðarmiðherja. Hann er að vísu ekki farinn að handleika körfubolta ennþá enda aðeins nokkurra daga gamall. En geta má nærri að hann hafi bæði körfuboltagenin og stærðina þegar þar að kemur en hann er sonur þeirra Friðriks Stefánssonar, körfuboltakappa,  og Jónu Margrétar Hermanssdóttur. Drengurinn fæddist á þriðjudag og var 57cm og 21 mörk, samkvæmt frétt á vefsíðu UMFN sem segist ekki vilja setja neina pressu á piltinn en þessar tölur séu vissulega fínar til að hefja körfuknattleiksferilinn á.

Mynd/umfn.is – Miðherjinn Friðrik Stefánsson er nýbakaður pabbi. Sonurinn hefur alla burði til að feta í fótspor föðurs síns.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024