Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýr erlendur leikmaður til Grindvíkinga
Tveir erlendir leikmenn hafa verið sendir heim frá Grindavík nú þegar.
Fimmtudagur 14. nóvember 2013 kl. 16:55

Nýr erlendur leikmaður til Grindvíkinga

Verður með gegn Stjörnunni

Grindvíkingar mæta til leiks með nýjan bandarískan bakvörð þegar þeir fá Stjörnuna í heimsókn í Dominos-deild karla í kvöld. Sá heitir Lewis Clinch og er 191 cm bakvörður sem síðast lék í dómíníska lýðveldinu.

Clinch sem er 26 ára gamall hefur einnig leikið í Ísrael sem og í D-League í Bandríkjunum. Clinch er þriðji erlendi lekmaðurinn sem Grindvíkingar fá í vetur, tveir forverar Clinch hafa verið sendir heim eftir að hafa ekki staðið undir væntingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Karfan.is greinir frá.