Nýr aðstoðarþjálfari Grindavíkur
Gunnar Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu í Grindavík. Gunnar þjálfaði áður meistaraflokka HK, Selfoss og Gróttu og hefur einnig þjálfað landslið U-17 karla.
„Gunnar er frábær viðbót inn í mjög öflugt þjálfarateymi hjá okkur og bjóðum við hann velkominn til Grindavíkur,“ segir Eiríkur Leifsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Grindavíkur í tilkynningu.