Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýliðarnir unnu óvænt í Grindavík
Fimmtudagur 7. janúar 2016 kl. 22:02

Nýliðarnir unnu óvænt í Grindavík

Grindvíkingar í níunda sæti

Nýliðar FSU nældu í sinn fyrsta sigur í vetur þegar þeir heimsóttu Grindvíkinga í Domino's deild karla í kvöld. Lokatölur 85:94 þar sem gestirnir voru mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Hjá Grindvíkingum skoraði Þorleifur Ólafsson 22 stig og þeir Ómar og Jón Axel skiluðu báðir góðum tvennum. Grindvíkingar voru án erlends leikmanns sem væntanlegur er til landsins, auk þess sem Jóhann Árni Ólafsson var ekki með liðinu. Eftir leikinn eru Grindvíkingar í níunda sæti.

Grindavík-FSu 85-94 (23-19, 23-24, 23-31, 16-20)
Grindavík: Þorleifur Ólafsson 22/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 18/14 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 14/13 fráköst/6 stoðsendingar, Hinrik Guðbjartsson 13, Þorsteinn Finnbogason 8/7 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 5, Ingvi Þór Guðmundsson 3, Kristófer Breki Gylfason 2, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024