Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýliðarnir höfðu sigur í Ljónagryfjunni
Föstudagur 2. desember 2016 kl. 09:12

Nýliðarnir höfðu sigur í Ljónagryfjunni

Grindvíkingar lágu gegn Stjörnunni

Eftir glæstan sigur gegn Íslandsmeisturum KR á dögunum voru Njarðvíkingar dregnir aftur niður á jörðina þegar nýliðar Þórs frá Akureyri höfðu sigur í Ljónagryfjunni, þegar liðin áttust við í Domino’s deild karla í körfubolta í gær. Varnarleikur heimamanna var ekki eins og hann gerist bestur í leiknum og höfðu Þórsarar því 94:105 sigur, en Njarðvíkingar hafa ekki fengið fleiri stig á sig í vetur. Keflvíkingurinn Þröstur Leó Jóhannsson reyndist Njarðvíkingum erfiður, en hann skoraði 20 stig af bekknum í fyrri hálfleik. Hinn aldni Darrel Lewis var sömuleiðis Njarðvíkingum til ama en hann skoraði 25 stig. 

Hjá Njarðvíkingum var það Jeremy Atkinson sem var atkvæðamestur en hann skoraði 31 stig. Björn Kristjánsson skoraði 21 og Logi Gunnarsson 17. Njarðvíkingar léku án Stefan Bonneau sem var látinn taka poka sinn í vikunni. Njarðvíkingar eru í sjötta sæti deildarinnar, sex stigum frá toppliði Tindastóls.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík-Þór Ak. 94-105 (26-29, 26-28, 24-24, 18-24)
Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 31/7 fráköst, Björn Kristjánsson 21, Logi  Gunnarsson 17/6 stoðsendingar, Johann Arni Olafsson 12/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 5, Jón Arnór Sverrisson 4, Adam Eiður Ásgeirsson 2, Páll Kristinsson 2. 

Þór Ak.: Darrel Keith Lewis 25/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 19/4 fráköst, George Beamon 18/7 fráköst, Danero Thomas 17/7 fráköst/7 stoðsendingar, Tryggvi Snær Hlinason 13, Ragnar Helgi Friðriksson 7/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 6/5 stoðsendingar, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Jón Ágúst Eyjólfsson 0, Sindri Davíðsson 0.


Grindvíkingar hafa komið talsvert á óvart í vetur og voru í toppslagnum fyrir heimsókn í Garðabæ þar sem þeir mættu Stjörnunni í gær. Garðbæingar höfðu sigur 75:64 þar sem slæm hittni varð banabiti Suðurnesjamanna. Lewis Clinch og bræðurnir Þorleifur og Ólafur Ólafssynir voru stigahæstir Grindvíkinga í leiknum en enginn þeirra náði þó að skora 15 stig sem er frekar óvanalegt. Grindvíkingar eru þó aðeins tveimur stigum frá toppnum í fjórða sæti þrátt fyrir tapið.

Stjarnan-Grindavík 75-64 (27-10, 13-24, 16-15, 19-15)

Grindavík: Þorleifur Ólafsson 13/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/7 fráköst, Lewis Clinch Jr. 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 9, Ómar Örn Sævarsson 8/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 5, Þorsteinn Finnbogason 3, Hamid Dicko 1, Jens Valgeir Óskarsson 1/4 fráköst.

Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 19/10 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Justin Shouse 13/4 fráköst, Devon Andre Austin 13/13 fráköst/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 12/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 11, Marvin Valdimarsson 5, Ágúst Angantýsson 2, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0/7 fráköst, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0.