Nýliðarnir heimsækja Keflavík
Fjórir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld og munu Keflvíkingar taka á móti nýliðum HK á Keflavíkurvelli kl. 19:15.
Að loknum þremur umferðum hafa Keflvíkingar 4 stig. Í fyrsta leik mættu þeir KR og höfðu 2-1 sigur en máttu svo sætta sig við 2-1 ósigur gegn FH á heimavelli. Þriðji leikur Keflavíkur í deildinni var gegn Blikum þar sem Guðjón Árni Antoníusson jafnaði metin í 2-2 fyrir Keflavík á lokamínút leiksins.
HK hafa farið þokkalega af stað í deildinni og gerðu markalaust jafntefli við Víking í fyrsta leik. Í öðrum leiknum tóku nýliðarnir á móti ÍA og höfðu þar 1-0 sigur en í þriðju umferð mættust HK og FH í Kaplakrika þar sem Íslandsmeistararnir reyndust númeri of stórir.
Bæði Keflavík og HK hafa 4 stig í deildinni en Keflavík hefur betra markahlutfall og er því sætinu ofar en HK.
Aðrir leikir dagsins:
17:00 Fylkir – ÍA
19:15 KR – Víkingur
19:15 Breiðablik – Valur