Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýliðanámskeið í golfi hefst á morgun
Mánudagur 27. apríl 2009 kl. 11:45

Nýliðanámskeið í golfi hefst á morgun

Nú er sumarið komið og golfvertíðin hafin. Golfklúbbur Suðurnesja er búinn að opna alla æfingaaðstöðu sína úti í Leiru sem og golfvöllinn á sumarflatir. Í tilefni komu sumarsins ætlar Golfklúbbur Suðurnesja að setja upp nýliðanámskeið fyrir þá sem hafa áhuga að prófa golfíþróttina og einnig fyrir þá sem vilja læra aðeins meira um íþróttina. Golfkennari GS, Örn Ævar Hjartarson, mun sjá um námskeiðin og leiða þátttakendur í gegnum undirstöðuatriði íþróttarinnar, siðareglur og grundvallar golfreglur. Námskeiðin verða þrjú kvöld í senn og byrjar fyrsta námskeiðið þriðjudaginn 28. apríl og verður til fimmtudagsins 30. apríl frá klukkan 19:30-21:00. Annað námskeiðið verður svo 12. – 14. maí á sama tíma. Þátttökugjald er 5000kr. og hægt er að skrá sig hjá Erni Ævari í síma 895-6481 eða á skrifstofu GS í síma 421-4100.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024