Nýju leikmenn Keflavíkur stigahæstir
Keflavík sigraði Val í fyrstu umferð ársins í Domino´s deild karla í körfu. Hörður Axel Vilhjálmsson er kominn aftur eftir atvinnumennsku erlendis ásamt því að nýr kani er kominn til Keflavíkur, þeir tveir voru stigahæstu leikmenn liðsins í sigri kvöldsins og voru lokatölur leiksins 84-87.
Stigahæstu leikmenn hjá Keflavík voru Hörður Axel Vilhjámsson með 23 stig, 4 fráköst og 8 stoðsendingar, Dominique Elliott með 18 stig, 9 fráköst og 4 varin skot, Ágúst Orrason með 16 stig og Guðmundur Jónsson með 9 stig.
Keflavík mætir Þór Ak. Í TM höllinni nk. sunnudag, 7 janúar kl. 19:15.