Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýjir leikmenn í Njarðvík
Miðvikudagur 8. mars 2006 kl. 11:00

Nýjir leikmenn í Njarðvík

Fimm leikmenn ganga til liðs við knattspyrnulið Njarðvíkur í dag og ber þar helst að nefna að Bjarni Sæmundsson hefur snúið aftur til sinna gömlu félaga eftir ársdvöl í Keflavík, en hann er á lánssamningi út þetta tímabil. Bjarni á að baki 142 leiki með Njarðvík og hefur gert í þeim 37 mörk. Gestur Gylfason gengur einnig til liðs við Njarðvíkinga í dag og leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Gróttu n.k. sunnudag í deildarbikarnum. Þá er Gestur einnig aðstoðarþjálfari meistaraflokks.

Einnig ganga til liðs við Njarðvík þrír leikmenn frá Keflavík, þeir Brynjar Þór Magnússon, Guðmundur Árni Þórðarson og Jóhannes Hólm Bjarnason. Þeir gegnu allir uppúr 2. flokki s.l. haust og hafa æft og leikið æfingaleiki með Njarðvík síðan liðið hóf æfingar í vetur.

http://fotboltinn.umfn.is/


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024