Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nyiregyhazi stóðu ekki við sitt
Þriðjudagur 19. september 2006 kl. 14:33

Nyiregyhazi stóðu ekki við sitt

Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson mun ekki fara til reynslu hjá ungverska liðinu Nyiregyhazi eins og til stóð að hann myndi gera að loknum leik Íslands og Austurríkis um síðastliðna helgi. Atriði sem Logi og umboðsmaður hans höfðu samið um við forsvarsmenn Nyiregyhazi reyndust ekki vera fyrir hendi þegar á reyndi og því varð úr að Logi kæmi heim með landsliðinu.

„Eins og staðan er núna er allt opið hjá mér næsta vetur, það er ekkert ákveðið að svo stöddu, hvorki með reynslutíma minn hjá Nyiregyhazi eða hjá spænska liðinu Huelva,“ sagði Logi í samtali við Víkurfréttir. „Nyiregyhazi stóðu ekki við sinn hlut í málinu þannig að ég verð bara að bíða og sjá hvað verður,“ sagði Logi en róstursamt er á leikmannmörkuðum í Evrópu um þessar mundir.

Logi mun á næstu dögum vinna með umboðsmönnum að því að koma sér að hjá liði í Evrópu og í millitíðinni mun hann æfa með sínum gömlu félögum í Njarðvík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024