Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 12. nóvember 2002 kl. 10:52

Nýir þjálfarar hjá 2. flokki Keflavíkur

Jóhann Elíasson og Már Friðjónsson hafa verið ráðnir nýir þjálfarar hjá 2. flokki karla í knattspyrnu hjá Keflavík. Hyggjast þeir byggja upp efnilega stráka sem munu þjóna meistaraflokki félagsins síðar meir. Jóhann er íþróttafræðingur að mennt og hefur hann m.a. séð um leikgreiningu knattspyrnumanna.

Knattspyrnuæfingar eru þegar hafnar eftir stutt haustfrí en knattspyrnuvertíðin hefur lengst mikið eftir að Reykjaneshöllin var byggð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024