Íþróttir

 Ný staða hjá Keflavík - óánægja með gengið og þjálfarann
Ekkert gengur né rekur hjá Pétri og félögum í Keflavík.
Laugardagur 1. febrúar 2025 kl. 12:31

Ný staða hjá Keflavík - óánægja með gengið og þjálfarann

Lítið gengur hjá bikarmeisturum Keflavíkur í Bónus-deild karla í körfubolta en liðið tapaði fyrir KR í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi 97-93. Í fyrsta skipti í mjög langan tíma eru Keflvíkingar í fyrir neðan miðja deild og þurfa að girða sig í brók til að komast í 8 liða úrslit.

Keflvíkingar byrjuðu ágætlega og leiddu megnið af fyrsta leikhluta en heimanenn komust þó yfir í lok hans. Síðan leiddu KR-ingar nær allan leikinn og forystan varð mest 17 stig en Keflavík tókst að jafna í síðasta leikhlutanum en náði ekki að fylgja því eftir. KR-ingar voru sterkari á lokasprettinum og innbyrtu fjögurra stiga sigur.

„Þeir pökkuðu okkur saman í fráköstum og tóku fleiri skot en við. Við erum komnir í neðri hluta deildarinnar en ætlum okkur ekki að vera þar,“ sagði Pétur þjálfari Keflvíkinga og gagnrýndi harðlega að tveir dómarar leiksins væru Njarðvíkingar.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Keflavík er í 7.-10. sæti með 14 stig. Grindavík er með 16 stig og Njarðvík er í 3. sæti með 20 stig.

Margir stuðningsmenn Keflavíkur eru óánægðir með gang mála og vilja reka þjálfarann. Hörð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum með gengi liðsins sem hefur verið verulega undir væntinum í vetur en nokkrir lykilmenn hafa ekki verið að sýna sitt rétta andlit í vetur og þá hefur vörn verið slök.

KR-Keflavík 97-93 (27-23, 32-25, 19-18, 19-27)
http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=128582&game_id=5933198
KR: Linards Jaunzems 29/9 fráköst/5 stoðsendingar, Vlatko Granic 24/13 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14/14 fráköst/9 stoðsendingar, Nimrod Hilliard IV 11/5 stoðsendingar, Jason Tyler Gigliotti 11/7 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 4/5 stoðsendingar, Veigar Áki Hlynsson 4, Hallgrímur Árni Þrastarson 0, Lars Erik Bragason 0, Friðrik Anton Jónsson 0, Orri Hilmarsson 0.

Keflavík: Igor Maric 17/7 fráköst, Remu Emil Raitanen 15/5 fráköst, Sigurður Pétursson 12/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 11, Ty-Shon Alexander 10/5 fráköst, Hilmar Pétursson 9, Jaka Brodnik 8/5 fráköst/11 stoðsendingar, Nigel Pruitt 6, Jarell Reischel 5/5 fráköst, Ismael Herrero Gonzalez 0, Frosti Sigurðsson 0, Nikola Orelj 0.