Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ný heimildarmynd um Guðmund Steinarsson
Þriðjudagur 4. desember 2012 kl. 15:39

Ný heimildarmynd um Guðmund Steinarsson

Næstkomandi fimmtudag verður frumsýnd ný heimildarmynd um feril Guðmundar Steinarssonar, leikja- og..

Næstkomandi fimmtudag verður frumsýnd ný heimildarmynd um feril Guðmundar Steinarssonar, leikja- og markahæsta leikmann í sögu Keflavíkur í knattspyrnu.

Myndin er eftir Garðar Örn Arnarson sem er frá Keflavík. Í myndinni er farið ítarlega yfir meistaraflokksferil Guðmundar sem hófst árið 1997. Myndin verður frumsýnd í Sambíóunum í Keflavík næstkomandi fimmtudag og eftir helgi fer myndin í almenna sölu á DVD.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðmundur sjálfur liggur ennþá undir feldi með hvort hann muni leika með Keflavík í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Hann á að baki 289 leiki í meistaraflokki með Keflavík og Fram og hefur skorað 100 mörk.