Norskur fótbolti eins og tennis!
Jóhann B. Guðmundsson dvelur nú sem kunnugt er í höfuðborg frænda vorra Norðmanna hjá nýliðum norsku úrvalsdeildarinnar, Lyn. Jóhanni hefur gengið vel í síðustu leikjum og skorað fjögur mörk og er því eins og er, markahæsti leikmaður liðsins. Ýmislegt hefur gengið á í herbúðum Lyn, sem berjast nú við að halda sér frá botnsætunum. Sökum slæms gengis liðsins var þjálfarinn Vidar Davidsen látinn taka pokann sinn og nýr þjálfari, skotinn Stuart Baxter, ráðinn til starfa.
Mynd: Frá Aftensposten
Þér hefur gengið nokkuð vel það sem af er tímabilsins.
- Já mér gengur vel núna en þetta er nú samt búið að vera svona upp og ofan. Á undibúningstímabilinu gekk mér mjög vel en var svo ekkert að spila neitt sérstaklega vel í byrjun móts og endaði þarna á bekknum í nokkrum leikjum. Ég kom svo aftur inn í byrjunarliðið á móti Viking, sem þá var á toppnum, og skoraði þá mitt fyrsta mark og spilaði mjög vel. Næsti leikur var gegn Molde úti, og skoraði ég þar einnig í 3-2 tapleik. Ég kom okkur svo yfir gegn Rosenborg, sem var mjög ljúft en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Mitt fjórða mark skoraði ég síðan á móti Tromsö, heima, en þann leik unnum við 4-0 og komum okkur þar með úr fallsæti. Eins og er gengur því nokkuð vel og vona ég bara að það haldi eitthvað áfram.
Vidar Davidsen rekinn og Stuart Baxter mættur til starfa, hvernig leggst það í þig?
- Slæmt gengi liðsins varð til þess að Vidar Davidsen þurfti að taka pokann sinn. Mér líkaði ágætlega við hann sem náunga, hann náttúrulega keypti mig en mér líkaði ekki eins við leikaðferðir hans. Hann vildi langa bolta og kílingar sem mér finnst ekki skemmtilegt að spila. Hann vildi spila hina dæmigerðu norsku leikaðferð eða 4-3-3. Ég get ekki sagt að ég sjái eftir honum sem þjálfara. Aftur á móti líst mér mjög vel á Stuart Baxter, hann er meira að mínu skapi, enda Skoti og þar sem ég hef verið í Englandi veit ég hvað hann vill. Hann vill meira spil og vill spila leikaðferðina 4-4-2, sem hentar mér betur. Hann þjálfaði í Japan og gerði lið sitt þar að japönskum meistara og hélt síðan til Svíþjóðar þar sem hann tók við AIK og gerði þá að sænskum meisturum 1998 og stjórnaði þeim í Champions League árið eftir. Hann hætti með það lið og eftir að hann yfirgaf AIK hefur gengi þeirra versnað nokkuð. Hann tók sér svo tveggja ára frí en það er óhætt að segja að karlinn eigi glæstan feril að baki. Að mínu mati er stigsmunur á þessum tveimur þjálfurum.
Hvernig hefur gengi liðsins verið?
-Okkur hefur ekki gengið eins vel og við höfðum vonað til að byrja með. Við erum samt með mjög sterkan hóp og við höfum verið að spila nokkuð vel, en lánið hefur ekki leikið við okkur og varnarleikurinn er búinn að vera hrein hörmung. Svo höfum við verið að spila þessar löngu sendingar án þess að hafa stóran framherja. Það hefði því verið nokkuð sterkt að fá Ríkharð Daðason í okkar raðir, en mér skilst að það sé dottið upp fyrir sig. En með nýjum þjálfara hafa áherslurnar breyst. Það er meira um spil þannig að vonandi kemur meira útúr þessum annars góða hópi leikmanna. Vidar Davidsen vildi spila hina hefðbundnu norsku leikaðferð sem fellst, eins og ég sagði, mikið í löngum sendingum. En þegar liðið hefur ekki stóra framherja þá gengur það lítið gegn stórum varnarmönnum. Það er alveg greinilegt að Stuart Baxter vill breyta ýmsu hjá klúbbnum en hann getur ekki gert það allt í einu.
Nú gengur vel hjá félögum þínum í Keflavík, klæjar þig ekkert í fæturna yfir að spila heima?
- Jú, auðvitað geri ég það. Það erfiðasta við að fara frá Keflavík í vetur var að vita það að ég myndi ekki spila með félögum mínum í Keflavík í sumar og þá sérstaklega Hauki Inga, en það verður að bíða betri tíma. Ég fylgist grannt með gengi liðsins á netinu og hlakka mikið til að mæta á völlinn þegar ég kem heim í vikufrí í júlí.
Nú var þetta svolítil dramatík þegar þú fórst frá Keflavík í mars.
- Það er auðvitað alltaf dramatík þegar peningar eru annars vegar. Þetta var nú samt allt blásið upp í fjölmiðlum og oft var farið frjálslega með staðreyndir. Maður verður bara að passa sig að taka þetta ekki persónulega og ég ber engan kala til stjórnar Keflavíkur, þvert á móti.
Er mikill munur á þeim bolta sem þú spilaðir í Englandi og þeim sem þú spilar nú í Noregi?
-Já, munurinn er þó nokkur. Þótt ótrúlegt megi virðast að þá er meira spil í Englandi en Noregi. Hraðinn og harkan er meiri í Englandi en boltinn er samt alls ekki auðveldur hérna vegna þess hve mikið er um langar sendingar fram og til baka svo þetta getur orðið hálfgerður tennisleikur.
Er ekki ágætt að vera íslenskur knattspyrnumaður í Noregi?
- Það er nú ekki eins auðvelt og ég hélt. Þeir segja að Íslendingarnir þurfa nánast undantekningalaust ár til að aðlagast boltanum hérna og svo þurfum við yfirleitt að standa okkur helmingi betur en norsku félagar okkar til að heilla almenninginn.
Hvernig er mórallinn hjá Lyn?
- Mórallinn er mjög góður og allir hafa tekið mér mjög vel. Ég er búinn að eignast stóran hóp af góðum vinum á þessum stutta tíma sem ég hef verið hér. Í Englandi tók það mann alveg heilt ár að eignast góða, trausta vini en hérna má segja að það hafi tekið eina viku. Ég og norskur leikmaður sem heitir Runar Berg komum til Lyn á sama tíma og þekktum engan til að byrja með. Við urðum því strax mjög góðir vinir. Hann er hér á láni frá Venezia á Ítalíu og var keyptur þangað frá Rosenborg. Hann kemur úr þekktri fótboltafjölskyldu hérna í Noregi. Faðir hans er einn frægasti leikmaður Noregs fyrr og síðar og bróðir hans einn af máttarstólpum Rosenborgar. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, innan vallar sem utan og tel hann vera okkar besta leikmann og einn sá besti sem ég hef spilað með.
Ertu í einhverju sambandi við hina íslensku leikmennina?
- Já ég er í ágætis sambandi við strákana í Lilleström og svo er Marel Balvinsson í Stabæk orðinn ágætis félagi minn. Við reynum að hittast eins oft og mögulegt er og gerum grín að Norðmanninum!
Ertu búin að koma þér fyrir?
-Já, loksins erum við búin að því og okkur líður orðið mjög vel hérna. Við búum í fallegu fjórbýli í rólegu hverfi nálægt Ullevål, þjóðarleikvangi Norðmanna og heimavallar okkar í Lyn. Það vill líka svo skemmtilega til að besti félagi minn, Runar Berg býr ásamt konu sinni og strák í íbúðinni við hliðina á okkur svo þetta gæti varla verið betra. Það munar mjög fyrir mig og kærustuna mína að hafa þau hérna í næsta húsi. Þau hafa hjálpað okkur mikið, fyrir utan það að vera mjög góður félagsskapur. Svo er nýi þjálfarinn víst að fara að flytja í íbúð í húsinu við hliðina á okkur, svo það er eins gott að fara að haga sér vel!
Hvernig líkar þér lífið í Noregi og hvernig gengur norskan?
- Mér líst bara vel á land og þjóð. Þetta er rosalega fallegt land og fólkið er mjög indælt. Þetta er nánast eins og að vera á Íslandi, nema að það er betra veður hérna, allavega á sumrin. Norðmaðurinn er nú samt sérstakur. Það er óhætt að segja að þeir séu sparsamir og smyrja sér samlokur við hvert tækifæri. Það kom mér mjög á óvart þegar við vorum að fara að ferðast heim úr einni æfingaferðinni að allir fóru að smyrja sér nesti til að hafa með sér, nema ég, sem keypti mér bara kók og Snickers! Ég er farin að skilja þó nokkuð í norskunni en það gengur ekki eins vel að tala. Ég reyni að bulla eitthvað og tala norskensku, sem er skondin málíska. Ég fer á norskunámskeið eftir fríið í júlí og þá á þetta vonandi eftir að koma allt saman.
Mynd: Frá Aftensposten
Þér hefur gengið nokkuð vel það sem af er tímabilsins.
- Já mér gengur vel núna en þetta er nú samt búið að vera svona upp og ofan. Á undibúningstímabilinu gekk mér mjög vel en var svo ekkert að spila neitt sérstaklega vel í byrjun móts og endaði þarna á bekknum í nokkrum leikjum. Ég kom svo aftur inn í byrjunarliðið á móti Viking, sem þá var á toppnum, og skoraði þá mitt fyrsta mark og spilaði mjög vel. Næsti leikur var gegn Molde úti, og skoraði ég þar einnig í 3-2 tapleik. Ég kom okkur svo yfir gegn Rosenborg, sem var mjög ljúft en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Mitt fjórða mark skoraði ég síðan á móti Tromsö, heima, en þann leik unnum við 4-0 og komum okkur þar með úr fallsæti. Eins og er gengur því nokkuð vel og vona ég bara að það haldi eitthvað áfram.
Vidar Davidsen rekinn og Stuart Baxter mættur til starfa, hvernig leggst það í þig?
- Slæmt gengi liðsins varð til þess að Vidar Davidsen þurfti að taka pokann sinn. Mér líkaði ágætlega við hann sem náunga, hann náttúrulega keypti mig en mér líkaði ekki eins við leikaðferðir hans. Hann vildi langa bolta og kílingar sem mér finnst ekki skemmtilegt að spila. Hann vildi spila hina dæmigerðu norsku leikaðferð eða 4-3-3. Ég get ekki sagt að ég sjái eftir honum sem þjálfara. Aftur á móti líst mér mjög vel á Stuart Baxter, hann er meira að mínu skapi, enda Skoti og þar sem ég hef verið í Englandi veit ég hvað hann vill. Hann vill meira spil og vill spila leikaðferðina 4-4-2, sem hentar mér betur. Hann þjálfaði í Japan og gerði lið sitt þar að japönskum meistara og hélt síðan til Svíþjóðar þar sem hann tók við AIK og gerði þá að sænskum meisturum 1998 og stjórnaði þeim í Champions League árið eftir. Hann hætti með það lið og eftir að hann yfirgaf AIK hefur gengi þeirra versnað nokkuð. Hann tók sér svo tveggja ára frí en það er óhætt að segja að karlinn eigi glæstan feril að baki. Að mínu mati er stigsmunur á þessum tveimur þjálfurum.
Hvernig hefur gengi liðsins verið?
-Okkur hefur ekki gengið eins vel og við höfðum vonað til að byrja með. Við erum samt með mjög sterkan hóp og við höfum verið að spila nokkuð vel, en lánið hefur ekki leikið við okkur og varnarleikurinn er búinn að vera hrein hörmung. Svo höfum við verið að spila þessar löngu sendingar án þess að hafa stóran framherja. Það hefði því verið nokkuð sterkt að fá Ríkharð Daðason í okkar raðir, en mér skilst að það sé dottið upp fyrir sig. En með nýjum þjálfara hafa áherslurnar breyst. Það er meira um spil þannig að vonandi kemur meira útúr þessum annars góða hópi leikmanna. Vidar Davidsen vildi spila hina hefðbundnu norsku leikaðferð sem fellst, eins og ég sagði, mikið í löngum sendingum. En þegar liðið hefur ekki stóra framherja þá gengur það lítið gegn stórum varnarmönnum. Það er alveg greinilegt að Stuart Baxter vill breyta ýmsu hjá klúbbnum en hann getur ekki gert það allt í einu.
Nú gengur vel hjá félögum þínum í Keflavík, klæjar þig ekkert í fæturna yfir að spila heima?
- Jú, auðvitað geri ég það. Það erfiðasta við að fara frá Keflavík í vetur var að vita það að ég myndi ekki spila með félögum mínum í Keflavík í sumar og þá sérstaklega Hauki Inga, en það verður að bíða betri tíma. Ég fylgist grannt með gengi liðsins á netinu og hlakka mikið til að mæta á völlinn þegar ég kem heim í vikufrí í júlí.
Nú var þetta svolítil dramatík þegar þú fórst frá Keflavík í mars.
- Það er auðvitað alltaf dramatík þegar peningar eru annars vegar. Þetta var nú samt allt blásið upp í fjölmiðlum og oft var farið frjálslega með staðreyndir. Maður verður bara að passa sig að taka þetta ekki persónulega og ég ber engan kala til stjórnar Keflavíkur, þvert á móti.
Er mikill munur á þeim bolta sem þú spilaðir í Englandi og þeim sem þú spilar nú í Noregi?
-Já, munurinn er þó nokkur. Þótt ótrúlegt megi virðast að þá er meira spil í Englandi en Noregi. Hraðinn og harkan er meiri í Englandi en boltinn er samt alls ekki auðveldur hérna vegna þess hve mikið er um langar sendingar fram og til baka svo þetta getur orðið hálfgerður tennisleikur.
Er ekki ágætt að vera íslenskur knattspyrnumaður í Noregi?
- Það er nú ekki eins auðvelt og ég hélt. Þeir segja að Íslendingarnir þurfa nánast undantekningalaust ár til að aðlagast boltanum hérna og svo þurfum við yfirleitt að standa okkur helmingi betur en norsku félagar okkar til að heilla almenninginn.
Hvernig er mórallinn hjá Lyn?
- Mórallinn er mjög góður og allir hafa tekið mér mjög vel. Ég er búinn að eignast stóran hóp af góðum vinum á þessum stutta tíma sem ég hef verið hér. Í Englandi tók það mann alveg heilt ár að eignast góða, trausta vini en hérna má segja að það hafi tekið eina viku. Ég og norskur leikmaður sem heitir Runar Berg komum til Lyn á sama tíma og þekktum engan til að byrja með. Við urðum því strax mjög góðir vinir. Hann er hér á láni frá Venezia á Ítalíu og var keyptur þangað frá Rosenborg. Hann kemur úr þekktri fótboltafjölskyldu hérna í Noregi. Faðir hans er einn frægasti leikmaður Noregs fyrr og síðar og bróðir hans einn af máttarstólpum Rosenborgar. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, innan vallar sem utan og tel hann vera okkar besta leikmann og einn sá besti sem ég hef spilað með.
Ertu í einhverju sambandi við hina íslensku leikmennina?
- Já ég er í ágætis sambandi við strákana í Lilleström og svo er Marel Balvinsson í Stabæk orðinn ágætis félagi minn. Við reynum að hittast eins oft og mögulegt er og gerum grín að Norðmanninum!
Ertu búin að koma þér fyrir?
-Já, loksins erum við búin að því og okkur líður orðið mjög vel hérna. Við búum í fallegu fjórbýli í rólegu hverfi nálægt Ullevål, þjóðarleikvangi Norðmanna og heimavallar okkar í Lyn. Það vill líka svo skemmtilega til að besti félagi minn, Runar Berg býr ásamt konu sinni og strák í íbúðinni við hliðina á okkur svo þetta gæti varla verið betra. Það munar mjög fyrir mig og kærustuna mína að hafa þau hérna í næsta húsi. Þau hafa hjálpað okkur mikið, fyrir utan það að vera mjög góður félagsskapur. Svo er nýi þjálfarinn víst að fara að flytja í íbúð í húsinu við hliðina á okkur, svo það er eins gott að fara að haga sér vel!
Hvernig líkar þér lífið í Noregi og hvernig gengur norskan?
- Mér líst bara vel á land og þjóð. Þetta er rosalega fallegt land og fólkið er mjög indælt. Þetta er nánast eins og að vera á Íslandi, nema að það er betra veður hérna, allavega á sumrin. Norðmaðurinn er nú samt sérstakur. Það er óhætt að segja að þeir séu sparsamir og smyrja sér samlokur við hvert tækifæri. Það kom mér mjög á óvart þegar við vorum að fara að ferðast heim úr einni æfingaferðinni að allir fóru að smyrja sér nesti til að hafa með sér, nema ég, sem keypti mér bara kók og Snickers! Ég er farin að skilja þó nokkuð í norskunni en það gengur ekki eins vel að tala. Ég reyni að bulla eitthvað og tala norskensku, sem er skondin málíska. Ég fer á norskunámskeið eftir fríið í júlí og þá á þetta vonandi eftir að koma allt saman.