Norðurlandamót U17 í fullum gangi á Suðurnesjum
Norðurlandamót U17 drengja í knattspyrnu stendur nú yfir an annar riðillinn er leikinn á Suðurnesjum. Riðillinn stendur til 5. ágúst næstkomandi en átta lið munu taka þátt á mótinu. Á Suðurnesjum er riðill A spilaður þar sem Ísland, Pólland, Norður Írland og Noregur leika, en frítt er á alla leiki.
Pólland lék gegn Noregi síðasta sunnudag en leikurinn endaði 0:1 fyrir Noregi. Þá keppni Ísland við Norður-Írland og sigruðu Íslendingar örugglega 3:0. Báðir leikirnir fóru fram á Sandgerðisvelli.
Næstu leikir fara fram í dag, þriðjudag, á Vogabæjarvelli. Klukkan 12 mun Pólland leika gegn Norður-Írlandi og klukkan 16 keppast Ísland og Noregur. Síðustu leikirnir fara svo fram á fimmtudaginn næstkomandi.