Norðurál styrkir Mána
Styrktarsamningur milli Norðuráls Helguvík og hestamannafélagsins Mána var undirritaður fyrir helgi en Norðurál styrkir Íþrótta og æskulýðsstarf Mána veglega.
Í tilkynningu segir að styrkur þessi muni reynast félaginu góð búbót á þessum miklu umbrotatímum. Félagið hefur staðið í umtalsverðum framkvæmdum síðustu tvö árin, m.a. reist reiðhöll, ráðist í miklar endurbætur félagssvæðinu og gerð reiðvega í nágrenni þess.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Guðberg Reynisson formann Mána og Gunnar Eyjólfsson varaformann Mána með Ágústi Hafberg fulltrúa Norðuráls.