Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Norðurál styrkir íþróttafélög
Þriðjudagur 20. nóvember 2007 kl. 09:41

Norðurál styrkir íþróttafélög

Íþróttahreyfingin í Reykjanesbæ fékk góðan styrk á dögunum þegar Norðurál Helguvík ehf. skrifaði undir styrktarsamning við fjölmargar sérdeildir innan ÍRB. Stuðningur fyrirtækisins nemur alls kr. 
2.800.000, er til eins árs og deilst niður á eftirfarandi deildir: 
knattspyrnudeild Keflavíkur, körfuknattleiksdeild karla og kvenna í Keflavík, knattspyrnudeild UMFN, körfuknattleiksdeild UMFN og fimleikadeild Keflavíkur.

Ragnar Guðmundsson, forstjóri, skrifaði undir samninginn fyrir hönd Norðuráls, og sagði við undirritunina að fyrirtækið hyggðist styðja enn frekar við málefni á svæðinu. Þeir hafi alltaf lagt áherslu á samfélagslega ábyrgð og benti Ragnar, í því sambandi, á stuðning Norðuráls við íþróttir á Akranesi, þar sem fyrirtækið starfar.

Einar Haraldsson formaður Keflavíkur og varaformaður ÍRB þakkaði fyrir hönd félaganna stuðninginn og velvilja og sagðist vonast eftir frekara samstarfi við fyrirtækið á komandi árum.
Á vefsíðu Reykjanesbæjar er haft eftir Árna Sigfússyni, bæjarstjóra, að Norðurál-Helguvík ehf. hafi frá fyrstu dögum starfsemi sinnar í Reykjanesbæ sýnt áhuga á að styðja við starfsemi íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ og sýnt þannig gott fordæmi.

VF-mynd/Jón Björn
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024