Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 4. nóvember 2002 kl. 22:48

Nokkur úrvalsdeildarlið sýnt Haraldi Guðmundssyni áhuga

Í kvöld var haldinn fundur með leikmönnum og nýjum þjálfara Keflavíkurliðsins í knattspyrnu, Milan Stefán Jankovic, í Reykjaneshöll þar sem farið var yfir komandi tímabil í knattspyrnunni. Tímabilið í knattspyrnunni er mjög langt en æfingar hjá liðinu hefjast nk. miðvikudag. Eins og staðan er í dag munu Keflvíkingar eflaust halda flestum leikmönnum sínum en óvíst er þó með Hauk Inga Guðnason þar sem nokkur erlend lið hafa sýnt honum áhuga. Þá hafa einnig nokkur lið í úrvalsdeild borið víurnar í Harald Guðmundsson, besta leikmann Keflavíkurliðsins á liðnu tímabili, en samkvæmt heimildum Víkurfrétta mun hann hafa ákveðið að spila með Keflavíkurliðinu á næsta tímabili.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024