Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nóg um að vera í körfunni um helgina
Þriðjudagur 2. september 2008 kl. 15:44

Nóg um að vera í körfunni um helgina

Á fimmtudaginn hefst öflugt körfuboltamót karla í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ. Mótið er æfingarmót og munu fjögur lið etja kappi. Íslandsmeistarar Keflavíkur, Grindavík, Njarðvík og KR munu leiða saman hesta sína, en mótið er haldið í tengslum við Ljósanótt sem haldin verður í Reykjanesbæ um næstu helgi.

Þetta verða fyrstu leikir þessara liða á komandi keppnistímabili og verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála í þessum leikjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Fimmtudagur 4. september
kl. 18:00 KR - UMFG
kl. 20:00 Keflavík - Njarðvik

Föstudagur 5. september.

kl. 18:00 leikur um 3. sætið
kl. 20:00 leikur um 1. sætið

Konurnar verða einnig með hraðmót um næstu helgi.  Á föstudag hefst hraðmót sem kvennaráð Kkd. UMFN og Góður Kostur ehf. standa fyrir og fer það fram dagana 5.-6.september. Leikið verður í íþróttahúsi Keilis á Vallarheiði og hefst mótið kl. 17:00 á föstudeginum með leik Grindavíkur og Keflavíkur. Einnig eru í mótinu gestgjafarnir í Njarðvík ásamt Haukum, Fjölni, Val og KR.

Athygli er vakin á því að frítt er á alla leiki í báðum hraðmótunum.


VF-MYND/JBÓ: Jón Norðdal Hafsteinsson verður í eldlínunni fyrir Íslandsmeistara Keflavíkur á fimmtudag og föstudag.