Njarvíkingar sterkari aðilinn
Njarðvíkingar báru sigurorð af Reynismönnum í Sandgerði í toppslag B-riðils 3. deildar. Njarðvík byrjaði leikinn mun betur og komst yfir strax á 12. mínútu með marki Sævars Gunnarssonar eftir góðan undirbúning Sævars Eyjólfssonar. Sandgerðingar vöknuðu til lífsins eftir markið og komu meira
inn í leikinn. Marteinn Guðjónsson jafnaði metin fyrir Reyni á 41. mínútu
eftir glæsilegt samspil með Antoni Stissi og Guðmundi Gunnarssyni.
Reynismenn mættu grimmir til leiks í seinni hálfleik. Þeir tóku völdin á
miðjunni og sóttu nær látlaust að marki Njarðvíkur, en án þess þó að skora.
Sigurmarkið kom á 76. mínútu gegn gangi leiksins. Njarðvíkingar unnu
knöttinn í vörninni og hreinsuðu langt fram á völlinn. Þar náði Sævar
Eyþórsson að vinna boltann af varnarmönnun Reynis og koma honum í markið hjá Ólafi Viggó Sigurðssyni. Eftir markið var sem allur kraftur væri úr Reynisliðinu. Sandgerðingar héldu þó áfram að sækja, en án þess að ógna marki Njarðvíkinga.
Eftir leikinn er staða Njarðvíkur orðin vænleg í riðlinum, en aðeins
stórslys getur komið í veg fyrir að liðið komist í úrslit. Von Reynismanna
um úrslitasæti er hins vegar veik.
inn í leikinn. Marteinn Guðjónsson jafnaði metin fyrir Reyni á 41. mínútu
eftir glæsilegt samspil með Antoni Stissi og Guðmundi Gunnarssyni.
Reynismenn mættu grimmir til leiks í seinni hálfleik. Þeir tóku völdin á
miðjunni og sóttu nær látlaust að marki Njarðvíkur, en án þess þó að skora.
Sigurmarkið kom á 76. mínútu gegn gangi leiksins. Njarðvíkingar unnu
knöttinn í vörninni og hreinsuðu langt fram á völlinn. Þar náði Sævar
Eyþórsson að vinna boltann af varnarmönnun Reynis og koma honum í markið hjá Ólafi Viggó Sigurðssyni. Eftir markið var sem allur kraftur væri úr Reynisliðinu. Sandgerðingar héldu þó áfram að sækja, en án þess að ógna marki Njarðvíkinga.
Eftir leikinn er staða Njarðvíkur orðin vænleg í riðlinum, en aðeins
stórslys getur komið í veg fyrir að liðið komist í úrslit. Von Reynismanna
um úrslitasæti er hins vegar veik.