Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkurstúlkur unnu KR
Sunnudagur 24. október 2004 kl. 10:00

Njarðvíkurstúlkur unnu KR

Njarðvíkurstúlkur unnu góðan útisigur á KR í gær. 51-62.
Sigurinn  var afar mikilvægur fyrir Njarðvíkinga sem unnu þar sinn fyrsta leik í vetur og er spáð harðri fallbaráttu.

Njarðvíkingar voru yfir eftir fyrsta leikhluta, 14-15, en misstu niður forskotið fyrir hálfleik þar sem staðan var 30-26 heimastúlkun í vil. Þá var sett í fluggírinn aftur og sett í lás í vörninni. Sterkur varnarleikur og góð frammistaða Ingibjargar Vilbergsdóttur í seinni hálfleik tryggði svo góðan en óvæntan sigur.

Jamie Woudstra átti stórleik þar sem hún skoraði 24 stig og tók 12 fráköst ásamt því að verja þrjú skot. Ingibjörg ver ekki langt þar á eftir en hún skoraði 22 stig, þar af 5 þriggja stiga körfur í seinni hálfleik. Þá var Helga Jónasdóttir sterk undir körfunni og tók 10 fráköst til viðbótar við 7 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024