Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkurstúlkur steinlágu í Hveragerði
Fimmtudagur 24. mars 2011 kl. 21:02

Njarðvíkurstúlkur steinlágu í Hveragerði

Njarðvíkingar gerðu ekki góða ferð í Hveragerði í kvöld, þegar þær mættu Hamarsstúlkum í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Hvergerðingar hreinlega völtuðu yfir Njarðvíkurstúlkur og urðu lokatölur í kvöld 83-47, munurinn heil 36 stig.

Næsti leikur í rimmunni fer fram á laugardag í Njarðvík en með sigri fara Hamrsstúlkur áfram í úrslit en Njarðvíkingar munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir það.

Hjá Njarðvík var Julia Demirer stigahæst með 12 stig og 13 fráköst og Dita Liepkalne gerði 11 stig og tók 12 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024