Njarðvíkurstúlkur steinlágu í Hveragerði
Njarðvíkingar gerðu ekki góða ferð í Hveragerði í kvöld, þegar þær mættu Hamarsstúlkum í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Hvergerðingar hreinlega völtuðu yfir Njarðvíkurstúlkur og urðu lokatölur í kvöld 83-47, munurinn heil 36 stig.
Næsti leikur í rimmunni fer fram á laugardag í Njarðvík en með sigri fara Hamrsstúlkur áfram í úrslit en Njarðvíkingar munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir það.
Hjá Njarðvík var Julia Demirer stigahæst með 12 stig og 13 fráköst og Dita Liepkalne gerði 11 stig og tók 12 fráköst.