Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvíkurstúlkur sigruðu Val í spennandi leik
Föstudagur 16. september 2011 kl. 11:52

Njarðvíkurstúlkur sigruðu Val í spennandi leik

Njarðvíkurstúlkur sigruðu Val naumlega eða með einu stigi 65-64 í spennandi leik í Lengjubikar kvenna í gærkvöldi. Leikurinn var hnífjafn nánast allan leikinn en í hálfleik höfðu gestirnir forystu. Á lokasekúndum leiksins fengu Njarðvíkurstúlkur svo 4 víti og kláruðu þau öll og lönduðu sigrinum. Í umfjöllun um leikinn á karfan.is segir m.a.:

„Þannig lauk þessum spennandi leik sem hefði getað endað á báða bóga. Flott barátta hjá báðum liðum en hægt er að segja að það sem skildi liðin að var frákastabarátta Njarðvíkinga, en þær vorum með 20 sóknarfráköst í leiknum á móti 4 hjá Val og skiluðu þessi sóknarfráköst í flestum tilfellum tveimur stigum fyrir þær.“

Stigahæst hjá Njarðvík var Lele Hardy með 22 stig og 13 fráköst og á eftir henni var Shanae Baker með 21 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá Val var Kristrún Sigurjónsdóttir með 21 stig, Hallveig Jónsdóttir með 11 stig og María Ben Erlingsdóttir með 10 stig og 7 fráköst.

Mynd: Sverrir Þór Sverrisson stýrði Njarðvíkingum til sigurs gegn sterku liði Vals.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024