Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 19. október 2003 kl. 19:06

Njarðvíkurstúlkur hrósa sigri

Njarðvík lagði ÍR að velli með 81 stigi gegn 64 í 1. deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn, sem fór fram í Njarðvík, var aldrei mjög spennandi þar sem heimastúlkur höfðu frumkvæði allan leikinn og leiddu í hálfleik 45-35.
Andrea Gaines, þjálfari og leikmaður Njarðvíkur, átti stórleik þar sem hún skoraði 23 stig, tók 16 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Í liði ÍR var Eplunus Brooks atkvæðamest og skoraði 24 stig og tók 20 fráköst.
Næsti leikur Njarðvíkur er gegn KR-ingum í Reykjavík næstkomandi laugardag. Eftir slæma byrjun á tímabilinu tóku KR-stúlkur sig saman í andlitinu og lögðu sterkt lið Keflavíkur í gær þannig að ljóst þykir að þær verða erfiðar heim að sækja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024