Njarðvíkurstúlkur Eurobasket meistarar
Sameiginlegt lið 9. og 10. flokks Njarðvíkur í kvennakörfubolta sigraði á dögunum í Eurobasket mótinu sem fram fór á Lloret de Mar skammt undan Barcelona. Agnar Mar Gunnarsson, þjálfari liðsins, var hæstánægður með árangurinn og sagði að þrátt fyrir stóran sigur í úrslitaleiknum hefði ekki verið mikill styrkleikamunur á liðunum. Stelpurnar sigruðu í öllum sínum leikjum í mótinu og unnu stórt í úrslitaleiknum.
„Liðið sem við lékum við til úrslita var í svipuðum getuflokki og við en það kom þeim algerlega í opna skjöldu hversu grimma vörn og hraðan bolta við spiluðum,“ sagði Agnar en Njarðvíkurstúlkur beittu stífri pressuvörn í úrslitaleiknum og uppskáru 38 stiga sigur í gegn ítalska liðinu Alter Picasso, 76-38.
Margrét Kara Sturludóttir var stigahæst í úrslitaleiknum með 27 stig en annars var stigaskorunin eftirfarandi:
Sigrún, 11 stig
Eva Rún, 10 stig
Eyrún Ósk, 9
Guðrún Harpa, 6 stig
Guðrún Aradóttir, 4 stig
Hafdís, 3 stig
Drífa, 2 stig
Margrét, 2 stig
Sara, 2 stig
Sannarlega glæsilegur árangur hjá Njarðvíkurstúlkum en þær vilja nota tækifærið og þakka öllum þeim, sem gerðu ferðina mögulega, kærlega fyrir stuðninginn.
VF-myndir/ Agnar Mar Gunnarsson o.fl.