Njarðvíkurstúlkur deildarmeistarar
Njarðvík tryggði sér deildarmeistaratitlinn í 1.deild kvenna með öruggum sigri á liði Grindavíkur 86:58 þegar liðin mættust í Njarðtaksgryfjunni í gærkvöldi. Lokatölur 86-58 fyrir Njarðvík.
Njarðvík leiddu með 11 stigum í hálfleik en seinni hálfleikur var eign Njarðvíkinga frá upphafi til enda og lönduðu þær sigrinum og um leið heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Gríðarlega flott barátta allan leikinn hjá Njarðvíkurstúlkum og mikil stemmning myndaðist með öflugri stuðningsmannasveit sem mætti á svæðið
Stigahæst Njarðvíkinga var Chelsea Jennings með 23 stig en næst henni var Helena Rafnsdóttir með 19 stig og 9 fráköst.
Nánari lýsing á leiknum á heimasíðu UMFN.