Njarðvíkurstúlkur á toppnum
Njarðvíkurstúlkur tylltu sér á topp 1. deildar kvenna í körfubolta þegar þær sigruðu ÍR á heimavelli í gærkvöldi. Lokatölur urðu 67-50 en staðan í hálfleik var 33-26 fyrir heimakonur.
UMFN og ÍR hafa verið í toppbaráttunni í vetur og því var þetta kærkomin sigur. Þær njarðvísku voru tveimur stigum á eftir ÍR fyrir leikinn en með sigrinum jöfnuðu þær við þær en eru með mun betri stigatölu.
Það var aðeins í byrjun sem ÍR hafði forystu en þegar flautað var til loka fyrsta leikhluta voru Njarðvíkingar þremur stigum yfir. Þær bættu við 4 stigum í öðrum leikhluta og gerðu svo út um leikinn þegar þær unnu þriðja leikhlutann með tíu stiga mun.
Chelsea N. Jennings skoraði 28 stig og tók 8 fráköst ásamt því að stela 5 boltum.
Njarðvík-ÍR 67-50 (16-13, 17-13, 18-8, 16-16)
Njarðvík: Chelsea Nacole Jennings 28/8 fráköst/5 stolnir, Helena Rafnsdóttir 14/10 fráköst, Vilborg Jónsdóttir 8/8 fráköst/6 stoðsendingar, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 8/4 fráköst, Krista Gló Magnúsdóttir 5, Þuríður Birna Björnsdóttir 2/5 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Eva María Lúðvíksdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0.