Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkursigur í spennandi leik
Föstudagur 21. mars 2014 kl. 21:04

Njarðvíkursigur í spennandi leik

Njarðvíkingar báru sigurorð af Haukum þegar liðn áttust við í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar léku á heimavelli og unnu 88-84 sigur eftir frekar brösuga byrjun.

Heimamönnum tókst aðeins að skora 12 í fyrsta leikhluta og voru skot þeirra grænklæddu alls ekki að rata rétta leið. Í öðrum leikhluta kviknaði á Njarðvíkingum en Tracy Smith hafði aðallega séð um stigaskorun þeirra fram að þeim tíma. Njarðvíkingar leiddu 41-39 í leikhléi. Seinni hálfleikur var svo jafn og spennandi en Njarðvíkingar reyndust sterkari á lokasprettinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tracy Smith átti frábæran leik í sókninni hjá Njarðvík en hann skoraði 33 stig og tók 18 fráköst. Þeir Elvar Már og Logi voru svo með 16 stig hvor og Ólafur Helgi Jónsson  kom stekur inn með 13 stig og 6 fráköst.

Tracy Smith var frábær hjá Njarðvík.