Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkursigur í Ljónagryfjunni (Video)
Föstudagur 14. október 2005 kl. 13:07

Njarðvíkursigur í Ljónagryfjunni (Video)

Njarðvík vann sigur á Skallagrími í Iceland Express-deild karla í gær, 96-91. Leikurinn, sem fór fram í Ljónagryfjunni, var spennandi og skemmtilegur. Heimamenn byrjuðu betur, en Borgnesingar voru aldrei langt undan. Liðin skiptust á að leiða alt fram í þriðja leikhluta þegar Skallagrímsmenn náðu undirtökunum, en frábær leikkafli heimamanna í upphafi fjórða leikhluta, þar sem þeir skoruðu 14 stig í röð, kom þeim aftur í forystu.

Njarðvíkingar leiddu allt til loka og lönduðu að lokum mikilvægum sigri á heimavelli.

Þeir Friðrik Stefánsson og Jeb Ivey voru atkvæðamestir heimamanna með 27 stig hvor og var Friðrik með 11 fráköst að auki. Egill Jónasson átti einnig góða innkomu þrátt fyrir að leika aðeins 15 mínútur vegna villuvandræða.

Hjá Skallagrími voru það erlendu leikmennirnir, Zdravevski, Manker og Karadzovski sem fóru fremstir.

Tölfræði leiksins

Video: Myndskeið úr leiknum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024