Njarðvíkursigur í Ljónagryfjunni
Njarðvík vann góðan sigur á Ármanni/Þrótt í 1. deild kvenna í Ljónagryfjunni í gær. Lokatölur leiksins urðu 69-55, en Njarðvíkurstúlkur höfðu yfirhöndina allan leikinn og leiddu frá fyrstu mínútu.
Ína María Einarsdóttir var atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 18 stig og Dagmar Traustadóttir skoraði 14 stig þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða. Njarðvíkingar eiga margar efnilegar körfuknattleiksstúlkur og voru nokkrar þeirra að stíga sín fyrstu skref í dag. Sigurinn hjá Njarðvíkingum er merkilegur fyrir þær sakir að tvo lykilleikmenn vantaði í liðið. Það er því ljóst að Njarðvík mun gera heiðarlega atlögu að úrvalsdeildarsæti í vetur.
Mynd/umfn.is: Njarðvíkurstúlkur fara vel af stað í 1. deild kvenna.