Njarðvíkursigur í Grafarvogi
Njarðvíkingar höfðu betur gegn Fjölni í gærkvöldi, 73-64, þegar liðin áttust við í úrvaldeild karla í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Grafarvoginum.
Fjölnir byrjaði vel og hafði þriggja stiga forystu eftir fyrsta fjórðung, 17-14. Njarðvíkingar voru hins vegar mun sterkari í öðrum fjórðung og skoruðu 20 stig á móti 13. Eftir það höfðu þeir undirtökin í leiknum.
Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 20 stig. Guðmundur Jónsson stóð sig vel, var með 17 stig og 8 fráköst. Friðrik Stefánsson hirti 9 fráköst og var með 12 stig.
Njarðvík hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni.
---
VFmynd/pket - Guðmundur Jónsson átti stórgóðan leik gegn Fjölni í gærkvöldi.