Njarðvíkursigur í Garðabæ
Háspenna í Grindavík - auðvelt hjá Keflavík í Hólminum
Njarðvík og Keflavík höfðu bæði sigur í Domino’s deild karla í körfubolta í gær á meðan Grindvíkingar töpuðu naumlega gegn KR á heimavelli sínum. Grindavík og Keflavík eru í 6. og 7. sæti með 14 stig á meðan Njarðvík er með 12 stig í 9. sæti deildarinnar.
Njarðvík sótti góðan sigur í Garðabæ þar sem þeir lögðu Stjörnuna 72:74. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá upphafi til enda. Björn Kristjánsson kom Njarðvík einu stigi yfir með góðu þriggja stiga skoti þegar 43 sekúndur voru eftir af leiknum. Logi Gunnarsson skoraði svo úr vítaskoti og kom sínu liði í 74-72. Stjörnumönnum misttókst svo að skora í síðustu sókninni. Logi var stigahæstur Njarðvíkinga með 19 stig en Björn skoraði 17.
Stjarnan-Njarðvík 72-74 (17-15, 18-22, 19-20, 18-17)
Njarðvík: Logi Gunnarsson 19/5 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 17/5 fráköst, Myron Dempsey 12/6 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Jón Arnór Sverrisson 5/5 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 5/5 fráköst, Johann Arni Olafsson 4/5 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 2, Adam Eiður Ásgeirsson 2, Jón Sverrisson 2.
Botnlið Snæfells var ekki mikil fyrirstaða fyrir Keflvíkinga sem fóru með 22 stiga sigur af hólmi í Hólminum, 75:97, þar sem Amid Stevens skoraði 33 stig og tók 19 fráköst. Magnús Traustason bætti svo við 26 stigum fyrir Keflavík.
Snæfell-Keflavík 75-97 (15-35, 23-19, 20-21, 17-22)
Keflavík: Amin Khalil Stevens 33/19 fráköst/5 stolnir, Magnús Már Traustason 26/4 fráköst, Reggie Dupree 12/7 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 10, Ágúst Orrason 6, Guðmundur Jónsson 5, Arnór Sveinsson 3, Daði Lár Jónsson 2/7 stoðsendingar.
Það var háspenna í Grindavík þar sem topplið KR var í heimsókn. KR-ingar leiddu með 4 stigum í hálfleik en Grindvíkingar komu hressir til síðari hálfleiks og náðu yfirhöndinni. Mest náðu þeir 8 stiga forystu í fjórða leikhluta en KR svaraði þá með 11-0 kafla. Undir lokin ætlaði allt um koll að keyra. Ólafur Ólafsson jafnaði í 78:78 þegar innan við hálf mínúta var eftir en brotið var á leikmanni KR þegar 3 sekúndur lifðu af leiknum og sigur þeirra kom því af vítalínunni. Lewis Clinch var bestur Grindvíkinga með 31 stig í leiknum.
Grindavík-KR 78-80 (16-20, 16-16, 22-15, 24-29)
Grindavík: Lewis Clinch Jr. 31/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 13/6 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 10, Ómar Örn Sævarsson 8/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/11 fráköst, Þorleifur Ólafsson 6/5 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 2, Ingvi Þór Guðmundsson 1.