Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkursigur í Borgarnesi
Föstudagur 12. nóvember 2004 kl. 14:17

Njarðvíkursigur í Borgarnesi

Njarðvíkingar sigruðu lærisveina Vals Ingimundarsonar í Borgarnesi í gærkvöldi 91-92 og styrktu þannig  stöðu sína á toppi Intersportdeildarinnar.

Jafnræði var með liðunum en heimamenn héldu til leikhlés með þriggja stiga forystu 49-46. Njarðvíkingar komu grimmir til seinni hálfleiks og náðu þegar best lét 13 stiga forskoti. Þegar innan við mínúta lifði af leiknum gafst Clifton Cook leikmanni Skallagríms færi á að jafna metin í 90-90 en skot hans geigaði og lokatölur leiksins urðu því 91-92 Njarðvíkingum í vil.

„Þetta var hörkuleikur og Skallagrímur er með sterkan heimavöll og dygga áhorfendur,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga. „Við vorum ekki tilbúnir í þennan leik varnarlega séð fyrstu 25 mínúturnar en við trúðum því allan tímann að við myndum vinna,“ sagði Einar.

Anthony Lackey sem kom til landsins í gærmorgun lék þrjár mínútur í leiknum fyrir Njarðvíkinga. „Lackey kemur með rólegheitum inn í myndina hjá okkur og á örugglega eftir að reynast okkur vel,“ sagði Einar Árni í samtali við Víkurfréttir.

Friðrik Stefánsson var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 24 stig og 9 fráköst. Ungu leikmennirnir Jóhann Ólafsson, Guðmundur Jónsson og Egill Jónasson stóðu sig einnig vel í leiknum. Matt Sayman gerði 15 stig í leiknum og gaf 8 stoðsendingar. Hann er nú með flestar stoðsendingar í Intersportdeildinni eða 47 talsins.

Í liði Borgnesinga var Jovan Zdravevski með 29 stig og Clifton Cook með 20.

Næsti leikur Njarðvíkinga fer fram þann 16. nóvember í Ljónagryfjunni þegar Snæfellingar koma í heimsókn.

Staðan í Intersportdeildinni

VF-mynd/ úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024