Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Njarðvíkursigur en Grindvíkingar töpuðu heima
Fimmtudagur 18. febrúar 2016 kl. 23:01

Njarðvíkursigur en Grindvíkingar töpuðu heima

Fjórir leikir fóru fram í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld þar sem Grindvíkingar og Njarðvíkingar léku. Njarðvíkingar fóru í Breiðholtið þar sem þeir lönduðu sigri gegn ÍR 76:83 í jöfnum leik.

Grindvíkingar töpuðu á heimavelli gegn Þórsurum sem voru mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Lokatölur 81:87 fyrir gestina frá Þorlákshöfn.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Eftir leiki kvöldins eru Njarðvíkingar í sjötta sæti og Grindvíkingar í því áttunda. Á morgun eigast svo toppliðin Keflavík og KR við í Vesturbænum.

ÍR-Njarðvík 76-83 (25-23, 14-17, 16-22, 21-21)
Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 26/5 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 16/5 fráköst/4 varin skot, Maciej Stanislav Baginski 14/4 fráköst, Logi  Gunnarsson 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 9/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 5/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 1, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Oddur Birnir Pétursson 0.


Grindavík-Þór Þ. 81-87 (20-15, 19-16, 19-32, 23-24)
Grindavík: Charles Wayne Garcia Jr. 27/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 14, Jón Axel Guðmundsson 12/14 fráköst/10 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/9 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5, Hinrik Guðbjartsson 3, Hilmir Kristjánsson 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0.

 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25