Njarðvíkursigur en Grindvíkingar töpuðu heima
Fjórir leikir fóru fram í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld þar sem Grindvíkingar og Njarðvíkingar léku. Njarðvíkingar fóru í Breiðholtið þar sem þeir lönduðu sigri gegn ÍR 76:83 í jöfnum leik.
Grindvíkingar töpuðu á heimavelli gegn Þórsurum sem voru mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Lokatölur 81:87 fyrir gestina frá Þorlákshöfn.
Eftir leiki kvöldins eru Njarðvíkingar í sjötta sæti og Grindvíkingar í því áttunda. Á morgun eigast svo toppliðin Keflavík og KR við í Vesturbænum.
ÍR-Njarðvík 76-83 (25-23, 14-17, 16-22, 21-21)
Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 26/5 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 16/5 fráköst/4 varin skot, Maciej Stanislav Baginski 14/4 fráköst, Logi Gunnarsson 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 9/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 5/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 1, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Oddur Birnir Pétursson 0.
Grindavík-Þór Þ. 81-87 (20-15, 19-16, 19-32, 23-24)
Grindavík: Charles Wayne Garcia Jr. 27/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 14, Jón Axel Guðmundsson 12/14 fráköst/10 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/9 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5, Hinrik Guðbjartsson 3, Hilmir Kristjánsson 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0.