Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkursigur á Akureyri
Föstudagur 20. febrúar 2009 kl. 09:04

Njarðvíkursigur á Akureyri



Njarðvíkingar höfðu betur þegar þeir heimsóttu Þór á Akureyri í gær þar sem liðin áttust við í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Úrslit leiksins urðu 84 – 79.
Þórsarar voru skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn og höfðu 13 stiga forystu í leikhléi 50:37. Njarðvíkingar komu hins vegar grimmir til leiks í sinni hálfleik og unnu þriðja leikhluta 23:9. Eftir það var brautin nokkuð bein fyrir Njarðvíkinga þó Þórsarar næðu að sýna meiri mótspyrnu í síðasta leikhlutanum.
Heath Sitton var af öflugur í liði Njarðvíkinga, skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 20 stig og Logi Gunnarsson 13. Bosníumaðurinn Fuad Memcic lék sinn fyrsta leik með Njarðvík í gær og skoraði 11 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024