Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkurkonur sigruðu Fjölni á heimavelli
Fimmtudagur 19. nóvember 2015 kl. 10:01

Njarðvíkurkonur sigruðu Fjölni á heimavelli

Njarðvíkingar unnu 45-37 sigur á Fjölni í gær þegar liðin mættust í 1. deild kvenna. Segja má að Njarðvíkingar hafi landað sigrinum í 1. leikhluta þar sem þær náðu tíu stiga forskoti sem þær létu ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Hjá heimakonum var Soffía Rún Skúladóttir stigahæst með 13 stig en Þóra Jónsdóttir skoraði níu stig.

Eftir leikinn eru Njarðvíkingar í fjórða sæti deildarinnar en þær eiga þó leik til góða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tölfræði leiksins

[email protected]